Thursday, March 20, 2014

3 góðir safar


Ég hef verið voða dugleg undanfarið að gera safa!

Eiginlega það eina sem ég geri þessa dagana 
því það er mjög mikið að gera í skólanum. Sad..

En mig langaði að deila með ykkur uppskriftunum:


1/3 ananas
1 epli án hýðis
Slatti engifer
100g frosið mangó
1 banani
frosnir rauðrófubitar eftir smekk
(gott að smakka til og bæta í)
appelsínusafi og vatn


Nokkrar gulrætur skornar í litla bita og engifer sett fyrst í 
blandarann með vatni og látið blandast í góðan tíma.

Svo er bætt við:
Kreistur sítrónusafi
heil appelsína skorin í bita
Blóðappelsínusafi (má vera appelsínusafi)
Vatn


50-100g Spínat 
Slatti Engifer
 1 Banani
100g Mangó
1/3 ananas
1 grænt epli án hýðis
appelsínusafi og vatn


Skál!

Thursday, March 13, 2014

Verslun Moderna Museet


Ég skellti mér í verslun Moderna safnsins í dag til að kaupa plakat fyrir systir mína..
Ég komst ekki hjá því að kaupa smá handa mér :)

Ég var búin að ákveða að gefa Andy Warhol "All is pretty" plakatinu mínu 
smá pásu og kaupa þetta fallega Yoko Ono plakat fyrir löngu síðan en bara
hafði ekki komið því í verk fyrr en nú.. Ég er ótrúlega ánægð með það! 
Kannski ekki besta myndin af því..


Svo sá ég þessi fallegu rör í búðinni og gat ekki sleppt því að kaupa þau..
Hef séð marga vera með þessi röndóttu og doppóttu rör þannig að ég var 
mjög glöð að finna einvher öðruvísi sem ég hef ekki séð áður..
Skemmtileg rör, einn pakkinn með bambus rörum og hin birki :)Þið getið skoðað vefverslunina HÉR en því miður er úrvalið ekki eins mikið og í búðinni sjálfri
Ég mæli með að kíkja á safnið ef þið eruð í Stokkhólmi.. allavega til að kíkja í búðina!
Tuesday, March 4, 2014

Óskalisti - Zara


Svo margt fallegt til í Zara fyrir sumarið!
Þetta er efst á óskalista hjá mér...
Svartur, hvítur og grár eru uppáhaldslitirnir mínir 
núna þrátt fyrir að vera ekki miklir sumarlitir..
En nude og sinnepsgulur koma sterkir inn.

Sjá meira HÉR


Friday, February 28, 2014

HEIMA

Við fluttum inn í nýja íbúð í janúar og erum búin að 
verað koma okkur fyrir hægt og rólega..

Megnið af þessum fallegu hlutum höfum við fengið í bæði jóla og 
útskriftargjafir frá vinum og fjölskyldu. 

Það er ennþá skemmtilegra að hafa hluti í kringum sig hérna úti 
sem minnir mann á þá sem maður saknar á Íslandi! 


Saturday, February 22, 2014

Asískt nautasteikarsalat


Þetta salat er reglulegur helgarkvöldverður hjá okkur..

Ég er mjög mikil kjötmanneskja en finnst of mikið að vera alltaf með kartöflur og sósu
 og finnst því gaman að breyta til og vera annaðhvort með steikarsamloku eða salat..

Það er svo sem hægt að velja hvaða hráefni sem er í salatið en þetta varð fyrir valinu í gær:

Snjóbaunir eða snowpeas 
(einnig hægt að nota sugar snap baunir)
Mangó
Gulrætur
Radísur
Avocado
Salatblöndu
Ristaðar kasjúhnetur og sesamfræ
Nota stundum baunaspírur líka..

Nautakjöt, hægt að velja hvaða góða bita sem er líklega. 
Í þetta skiptið keyptum við Roastbeef stykki.

Eldunaraðferð: salt, pipar og szechuan pipar (þarf ekki) sett á kjötið og olífuolía mökuð á.
Allar hliðar steiktar á pönnu og svo sett inn í ofn á lágan hita. Við notum hitastigsmæli og fórum upp að 55°C og tókum síðan kjötið út og leyfðum því að jafna sig (þá hækkar hitinn örlítið).
Kjötið er svo skorið í þunnar sneiðar. Kjötsafinn er nýttur og blandaður við rifið engifer, chilli (smátt skorinn) og smá rifinn hvítlauk. Síðan er kjötinu blandað við.

Borið fram með blöndu af teryaki (meirihlutinn), smá sojasósu og kreystum limesafa..Gjörið svo vel :)

Góða helgiSunday, February 16, 2014

Sunday, February 9, 2014

Einn grænn og góður


Við gerðum einn grænan sem ég var svo ánægð með og verð að deila.
Ekki þessi týpiski með spínati og engiferi heldur ákvað ég að breyta til..


2 græn epli án hýðis
1/3 ferskur ananas (má líka vera frosinn)
Mangó frosið (ég setti um 100g)
1 Avocado
1/2 banani

Bæta við slatta af vatni þar til hann er ekki of þykkur

Ótrúlega ferskur og góðurSaturday, February 8, 2014

Hlaupalögin mín #3


Jæja það var yndislegt veður hér í Stokkhólmi í dag!
Við skelltum okkur út að hlaupa.. Mér líður svo vel núna.
Það er eitthvað við það að hlaupa úti sem gerir mann alveg endurnærðan 
og ekki skemmir góð tónlist...Hér koma 5 ný lög á hlaupalistanum mínum:

Hippie Sabotage - Stay High (Tove Lo Flip)


Ooog ég held að ég hafi heyrt flest þessara laga fyrst hjá Gunnari..


Eigið góða helgi!


Wednesday, February 5, 2014

HeimilisfíntÞað er alveg að verða fínt hjá okkur hérna á Hornstull!
Búið að taka smá tíma þar sem við höfum nú verið frekar upptekin á fyrstu mánuðum ársins..

Ég hlakka til að sýna ykkur meira seinna..Sunday, February 2, 2014

Uppáhalds veitingastaðirnir mínir í Stokkhólmi


Þar sem ég er nú mikil áhugamanneskja um mat þá ákvað ég 
að taka saman mína uppáhaldsveitingastaði í Stokkhólmi..

Fyrstu þrír eru í dýrari kantinum og myndi ég klárlega mæla með við gott tilefni:

B.A.R (Blasieholmens Akvarium Restaurang): við fórum í fyrsta skipti á þennan stað á föstudaginn þegar Gunnar átti afmæli og ég verð að segja að hann sé strax orðinn uppáhalds.
Þeir eru þekktir fyrir svakalega flott fiskborð (sjá efri mynd), maður velur fisksteikur sem þeir síðan grilla fyrir þig og svo veluru meðlæti og sósu sjálfur. Töff staður og hverrar krónu virði!


Beirut Café: er einn sá vinsælasti í Stokkhólmi enda fara allar stjörnurnar sem koma til landsins (sjá facebook síðu þeirra). Þessi staður er staðsettur á Östermalm og bíður upp á Líbanskan mat. Ég mæli með að fá sér Meze þ.e. hlaðborð af Líbönskum smáréttum. Þeir eru einnig með deli staði (takeaway) á T-centralen og Östermalms Saluhallen. 


Raw Sushi and Grill: þeir gera klárlega besta sushi-ið sem hægt er að fá í Stokkhólmi.
Tempura nigiri er eitthvað sem allir ættu að prófa hjá þeim!


Svo ég sé ekki bara með þessa fínu staði þá ákvað ég líka að 
taka saman þrjá uppáhalds skyndibitastaðina mína:

Flippin Burgers: það er ekki auðvelt að finna góða alvöru borgara í Stokkhólmi. Eigandinn sjálfur ákvað að stofna staðinn vegna þess hve pirraður hann var á að það var ekki mikið um góða hamborgara í Stokkhólmi. Hann ákvað að ferðast til Bandaríkjanna til að fá innblástur og svo árið 2012 var staðurinn opnaður.. Staðurinn er á Kungsholmen.


Babel Deli: þeir bjóða einnig upp á Meze rétti en á ótrúlega góðu verði, sérstaklega fyrir fátæka námsmenn. Ég kynntist þessum stað bara vegna þess að hann er hérna á næsta hjá okkur á Liljeholmsbron (Hornstull) en hann er einnig að Sveavegen. Mæli með!


Wagamama: staðurinn er nú reyndar ekki upphaflega sænskur heldur stór keðja. Fyrsti staðurinn opnaði í London er hægt að finna þennan stað víðsvegar um heiminn. Innblásturinn fá þeir frá Japönskum núðlubörum með langborð og opið eldhús. 


Svo enda ég á tveim stöðum sem mig hefur langað til að fara á: 

Mvseet: með innblástur frá sænskri og franskri matargerð og eru einnig 
þekktir fyrir mjöög flotta kokteila


Niklas: einn flottasti kokkur Svíþjóðar. Frá heimasíðu staðarins "Niklas is a type of place where you can slip into for single main course as well as to enjoy a three or four course meal with good friends. All accompanied by soft music and the sound of cocktails being shaken in the background."

Og þið megið endilega deila ef þið lumið á einhverjum góðum!

Saturday, February 1, 2014

Nude


Ég er afskaplega hrifin af nude flíkum þessa dagana
Líklega vegna þess að ég get ekki beðið eftir að kuldinn hverfi 
og vorið fari að koma!Þið getið nálgast pinterest síðuna mína HÉR ef þið hafið áhuga :)
Wednesday, January 1, 2014

2013


Gleðilegt ár allir saman! 

2013 var frábært ár í alla staði! Þetta fannst mér standa uppúr:

Við fengum fullt af góðum gestum til Stokkhólms
Við kíktum til Portó (Gunnar fór reyndar mjög oft vegna námsins)
Við kláruðum Masters námið okkar hér í Stokkhólmi
Hlupum Stokkhólms hálfmaraþon
Fórum á tónleika
Ég fór á úrslitaleik EM kvenna
Ég sá átrúnaðargoðið mitt Ryan Giggs spila í fyrsta skipti
Fórum til Gautaborgar
Fluttum á Södermalm
Hitti Stefán Huga litla vin minn í fyrsta skipti
Fórum til Íslands bæði í Okt/Nóv og Des/Jan og hittum fullt af snillingum

oooog margt, margt fleira..
Og svo má auðvitað ekki gleyma matarárinu 2013..


Ég vona bara að 2014 verði enn betra enda er margt spennandi framundan..
Ég er núna formlega orðin Doktorsnemi í Stokkhólms Háskóla 
Við erum að flytja á nýjan stað í Stokkhólmi
... og svo er aldrei að vita hvaða ævintýrum maður lendir í :)

Tuesday, November 26, 2013

Dagatölin eftir Hildigunni og Snæfríð


Dagatölin skemmtilegu sem Hildigunnur og Snæfríð hafa hannað undanfarin ár eru komin í búðir!

Þau hafa verið ótrúlega vinsæl og verið fljót að seljast upp þannig að það er um að gera að skella sér á eintak sem fyrst! Þetta árið eru þær einnig í samstarfi við Danska hönnunarfyrirtækið HAY undir línunni Wrong for HAY (sjá hér). Dagatölin eru fáanleg í Spark Design, Mýrinni, Kraum og Hrím! Verðið er á bilinu 4800-5500 kr sem er gjafaverð fyrir fallega hönnun.


Mynd: Mýrin

Dagatalið 2013 hangir í eldhúsinu okkar og mun 2014 verða skellt upp eftir áramót. 
Okkur finnst það setja ótrúlega skemmtilegan svip á heimilið og erum mjög stolt af 
því enda annar hönnuðurinn mamma hans Gunnars :)

Monday, November 25, 2013

Íbúðin hennar Elin Kling í Stokkhólmi til sölu


Elin Kling er að selja fallegu íbúðina sína sem staðsett er á Östermalm í Stokkhólmi.
Ekta skandinavískur stíll með mjög hátt til lofts.. 
Hvítt og minimalískt sem einkennir einmitt hennar fatastíl! 
 ..og ekki skemmir staðsetningin

Íbúðin er fullkomin!!


Kostar aðeins rétt tæpar 100 milljónir. Maður lætur sig dreyma!

Sjá meira HÉR

Monday, November 11, 2013

ASOS favoriterEins og sést þá er grár og svartur í uppáhaldi núna.. Einfalt og fallegt!Wednesday, October 30, 2013

Heimilisfínerí


Fallegir hlutir fyrir heimilið sem ég gæti alveg óskað mér..

1. Housedoctor 2. Lekiosk.se 3. Designtorget
4. Designhouse Stockholm 5.-6. Rum21.se
7. Ferm Living 8. Lekiosk.se 9. Kähler


...þessi ósk er nú samt ekkert að fara að rætast þar sem við flytjum nú vonandi í lok desember.


Saturday, October 26, 2013

Hlaupalögin mín #2


Ég tók mitt fyrst útihlaup eftir Íslandsför í dag og það var æðislegt, um 13°C og úði..
Gæti ekki verið betra sérstaklega með tónlistina í botni!!
Í tilefni þess þá ætla ég að skella í annan lagalista fyrir hlaup eða ræktina..

Mörg þessara laga eru alveg vel gömul en það eru lög sem ég bara fæ ekki leið á..
Mér finnst líka ótrúlega gaman að finna skemmtilegar remix útgáfur 
af mínum uppáhaldslögum eins og þessi nýja af Stay með Rihanna!

Vona að þið hafið gaman að!
Góða helgi..


Wednesday, October 16, 2013

Langar í...


já ég er sjúk í þessa kápu frá ASOS


Einstaklega flott.. og ég held að þessi litur eigi eftir að vera mjög vinsæll á næstunni!!

Saturday, October 12, 2013

Teinótt í uppáhaldi


Ég er sérstaklega hrifin af teinóttu (pinstripe) þessa dagana.. 
og helstu tískuverslanir virðast innihalda nokkrar flottar teinóttar flíkur.

Í uppáhaldi frá Zara:


Frá Lindex, Mango, ASOS og H&M:


Hef ekki enn skellt mér á teinótta flík, ég mátaði hinsvegar teinóttu peysuna 
frá Zara og sé pínu eftir því að hafa ekki keypt hana! Svo flott..
Sá svo einmitt Angelica Blick í henni HÉRHlaupalögin mín 1#


Ég hljóp hálfmaraþon á dögunum.. Mér finnst lykilatriðið þegar maður er bæði að æfa og keppa að vera með góða tónlist.. Gerir þetta svo miklu auðveldara og skemmtilegra..


Ég ætla að deila með ykkur nokkur af mínum uppáhalds.. Þau eru bæði gömul og ný
Þið getið smellt á þau og þá lendið þið á youtube (er ekki meiri tölvusnillingur en það)!Vona að þið hafið gaman að.. Tilvalið að fara út að hlaupa um helgina :)Thursday, October 10, 2013

Íslandsfrí


Við skelltum okkur í frí til Íslands í tvær vikur eftir 9 mánaða bið.. 

Ó hvað það var skemmtilegt.
Get ekki sagt að þetta hafi verið mikil afslöppun en hver mínúta var skipulögð.
En gott að vita að maður á marga góða og skemmtilega að.

Ég tók nokkrar myndir..

 Besti ferðafélaginn/Kaup ferðarinnar gerð á Arlanda

Smakkaði sushisalat á Local mmm../Systralunch á Laundromat

 Ég og Pabbi klifum Heimaklett en hann fer nánast á hverjum degi. Svo flottur!

 Fer ekki til Reykjavíkur án þess að kíkja á Noodle station og Skólavörðustíg

 Fór loks í Hörpuna.. Falleg í sólinni!

 Hitti góða vini, þ.á.m Elsu mína/Loks gerðum við Gunnar sushi eftir langa bið

Kíkti á Óðinstorg en Jóna systir mín var að sjá um það í sumar/Hlaup í Elliðarárdalnum

Mikið voru þetta skemmtilegar 2 vikur og svo gaman að hitta alla! 
Á svo skemmtilega fjölskyldu og vini..

En það er líka alveg ótrúlega gott að vera komin aftur HEIM á hólminn.. Saknaði hans 
Stockholm i mitt hjärta <3